Saga Leikfélagsins
Hvert ár er kosið nýjan Formann leikfélags sem tekur að sér að halda utanum leikritið og passar upp á það gengur upp. Finna leikstjóra, leikara og baksviðs fólk, finna fólk sem vill hjálpa að setja upp leikritið það árið. Nemendur skólans fá tækifæri til að bjóða sig fram í apríl/maí og svo er kosið einn sem fær þann heiður að hugsa um leikritið það árið.
Það hefur verið vani útafin ár að setja upp söngleik þar sem Ísafjörður er frekar mikill tónlistarbær. Allt frá barnaleikritum til fullorðins leikritum sett upp. Leikritið sem er vanalega valið er á milli leikstjórans og formanns leikfélags. og svo sér formaðurinn um það að allt gangi upp, með eins mikla hjálp og þarf/vil.
Aðeins úr bók Nemandafélagsins:
„Ljóst er að nemendum var leiklist snemma mjög hugleikin. Veturna 1973-86 voru í gangi leiklistarnámskeið og sett upp leikverk og þá gjarna eftir meistara heimsbókmenntanna. Strax veturinn 1971-72 höfðu raunar verið sett upp á árshátíð og fullveldisfagnaði skólans brot úr poppleiknum Óla sem hafði notið mikilla vinsælda í Reykjavík, og leikritið Lýsistrata eftir Aristófanes hinn gríska. Bryndís Schram leikstýrði þessum verkum. Árið 1973 á árshátíð nemenda hinn 6. apríl var flutt leikritið Sköllótta söngkonan eftir E. Ionesco, einnig undir leikstjórn Bryndísar. Þótti sýningin tast svo vel að efnt var til annarrar sýningar fyrir bæjarbúa þar sem jafnframt var fluttur annar leikþáttur, fremur stuttur, Maðurinn minn heitinn eftir René de Obaldia.“ (Bls. 97).
Þér væri miðað við þetta alveg óhætt að segja að Listafélags sem m.a. innihélt leiklistardeild hafi verið stofnað skólaárið 1973-74 og að strax veturinn 1971-72 hafi sýningar á leikritum hafist þegar brot úr leikritum hafi verið sett upp á fullveldisfagnaði og árshátíð skólans og vísa kannski í að þetta komi fram í Sögu Menntaskólans á Ísafirði til 2008 eftir Björn Teitsson.