Ekki um ykkur – 8. sýning
Föstudaginn 18. mars kl 20:00 – Edinborgarhúsið
Í ár er Leikfélagið hjá Menntaskólanum á Ísafirði að setja upp leikritið Ekki um ykkur. Verkið fjallar um vini sem hittist aftur eftir mörg ár til að fara í jarðaför hjá einum þeirra. Til að rifja þau upp gamla tíma ákeða þau að skella sér í bústaðsferð í kjölfarið. Við sjáum þau eldri og yngri djamma saman og ýmislegt spaugilegt og óvænt gerist. Hver svaf hjá hverjum og hvenær og hver veit?
Kaupa miða
Til að kaupa miða þarft þú að velja sæti í gegnum hnappinn hér að neðan. Þú velur þér sæti og velur verðflokk sem á við um þig, þú þarft að velja hvert sæti fyrir sig. Síðan setur þú það í körfu, fyllir inn upplýsingar og borgar. Eftir það átt þú sætin sem þú valdir, ef þú borgar ekki þá missir þú sætin eftir smá tíma og þar með ertu ekki með sæti á sýninguna. Við mælum með að gá inn á tölvupóstin hjá ykkur til að sjá hvort þið hafið ekki fengið kvittun eftir að þú hefur borgað, það gæti verið smá bið eftir honum
á hvert nafn er aðeins hægt að panta 6 sæti
það þarf ekki að prenta út miða en það er gott að vera með kvittunina með sér